Innlent

Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs

Heimir Már Pétursson skrifar
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB Vísir/Vilhelm

Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex

Aldís Sigurðardóttir sáttasemjari segir að næsti fundur verði ekki fyrr en klukkan eitt á sunnudag. En þá verður rétt um sólarhringur þar til allsherjarverkfall BSRB í 29 sveitarfélögum hefst. Það er ef til vill til marks um pattstöðuna í viðræðunum að ekki er boðað til fundar á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×