Upplýst um leka frá kjarnorkuveri þremur mánuðum síðar

Kjarnorkuverið er staðsett minna en hundrað kílómetrum frá Minneapolis.
Kjarnorkuverið er staðsett minna en hundrað kílómetrum frá Minneapolis. Ljósmynd/Colourbox

Umsjónaraðilar kjarnorkuvers í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum hafa nú viðurkennt leka sem varð hjá verinu í nóvember síðastliðnum. Rúmlega ein og hálf milljón lítra af vatni sem innihélt geislavirkt þrívetni lak frá verinu. Lekinn á þó ekki að hafa haft áhrif á drykkjarvatn almennings.

Lekinn er sagður hafa haft mest áhrif innan versins sjálfs. Lekinn kom upp í vatnspípu sem lá á milli tveggja bygginga kjarnorkuversins. Hann uppgötvaðist vegna vatnsprófana í kringum verið.

Kjarnorkuverið er staðsett minna en hundrað kílómetrum frá Minneapolis, stærstu borg Minnesota ríkis.

Fyrirtækið sem sér um kjarnorkuverið Xcel Energy, segist nú hafa náð að endurheimta og hreinsa upp um 25 prósent af þrívetninu sem kom frá lekanum. Þá muni hreinsunaraðgerðir standa yfir næsta árið eða svo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert