Frá Selfossi til Fulham

Þorsteinn Aron Antonsson í leik með Selfyssingum í sumar.
Þorsteinn Aron Antonsson í leik með Selfyssingum í sumar. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Selfyssingurinn Þorsteinn Aron Antonsson er genginn til liðs við enska knattspyrnufélagið Fulham en þetta staðfesti Selfoss á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Þorsteinn Aron, sem er einungis 16 ára gamall, skrifar undir þriggja ára samning við enska félagið.

Miðvörðurinn ungi lék 14 leiki með Selfyssingum í 2. deildinni í sumar þar sem hann skoraði tvö mörk en hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokknum í sumar. Þá á hann að baki fjóra leiki fyrir U17 ára landslið Íslands.

Hans síðasti leikur fyrir Selfyssinga í sumar var gegn Fjarðabyggð á Eskifirði þar sem hann skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri liðsins.

Þorsteinn mun æfa og spila með U18 ára liði Fulham til þess að byrja með.

Við þökkum Þorsteini fyrir sumarið á Selfossi og óskum honum alls hins besta á Englandi og í framtíðinni. Þetta er mikil viðurkenning fyrir bæði leikmanninn og félagið,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu Selfyssinga.

Þorsteinn Aron Antonsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við …
Þorsteinn Aron Antonsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Fulham. Ljósmynd/Selfoss
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert