Stælar í Skímó á Selfossi

Einar Ágúst Víðisston söngvari kom fram eins ásamt félögum sínum …
Einar Ágúst Víðisston söngvari kom fram eins ásamt félögum sínum á heimaslóðum á Kótelettunni. Ljósmynd/Mummi Lú

Hljómsveitin Skítamórall hafði ekki komið saman í meira en ár þegar þeir komu fram fyrir rúmri viku á tónlistarveislunni Kótelettunni á Selfossi. Strákarnir léku á als oddi enda veður til fyrirmyndar og mæting á hátíðina eftir því. Þrátt fyrir að aldursbilið á milli hljómsveitarmeðlima og hátíðargestanna gliðni með árunum þá var sungið með í hverju einasta lagi og skemmtu gestir sér konunglega undir tónlist strákanna.

Fyrir Kótelettuna kom sveitin síðast fram á afmælistónleikum sínum í Hörpu og voru þeir tónleikar einir af örfáum tónleikum sem fóru fram í Hörpu í fyrra. Strákarnir höfðu þó engu gleymt og allir meðlimirnir í fantaformi. Hjómsveitin hefur ekkert gefið út um frekari plön. Kótelettan er hátíð sem þeir missa helst ekki af enda Selfoss skilgreindur sem lögheimili sveitarinnar. 

Ljósmynd/Mummi Lú

Sveitin kláraði á dögunum að hljóðrita lag sem hún byrjaði að vinna í fyrra. Lagið er Skímó-slagari með öllum stælunum og þeir sem heyrt hafa segja að þarna sé farið verulega í ræturnar og alveg með herkjum að hægt sé að standa kyrr þegar lagið er spilað. Lagið er eftir hirðskáld Skítamórals, Einar Bárðarson, tekið upp af Vigni Snæ Vigfússyni og masterað af Adda 800.

Eins og sjá má á myndum sem Mummi Lú tók á tónleikum Skítamórals var mikið stuð. 

Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummu Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir