Fótbolti

Ensku stjörnurnar fengu frídag með fjölskyldunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákranir fengu frí í dag.
Strákranir fengu frí í dag. Laurence Griffiths/Getty

Það hafa væntanlega verið miklir fagnaðarfundir í herbúðum enska landsliðsins í gær en þeir fengu óvæntan frídag frá þjálfaranum Gareth Southgate.

Reiknað var með að leikmennirnir myndu mæta á St. George's Park æfingasvæðið í dag þar sem liðið myndi undirbúa sig fyrir komandi EM.

Samkvæmt The Times ákvað Southgate hins vegar, eftir leikinn gegn Rúmeníu í gærkvöldi, að tilkynna leikmönnunum að þeir fengu frí í dag og þyrftu að mæta á hótelið á þriðjudag.

Dagurinn í dag er hins vegar síðasti dagurinn sem leikmennirnir geta verið með fjölskyldum sínum því frá og með morgundeginum þá verða þeir að halda sér innan ensku „búbblunnar.“

Samkvæmt reglum EM verða liðin að safnast saman fimm dögum fyrir leik í „búbblunni“ og mega ekki fara út úr henni fyrr en síðasta leiknum er lokið.

England spilar sinn fyrsta leik gegn Króatíu á Wembley 13. júní og gætu verið á hótelinu í mánuð, þar sem úrslitaleikurinn fer ekki fram fyrr en 11. júlí, einnig á Wembley.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×