Play bætir við þremur stöðum í Skandinavíu

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Play mun fljúga til þriggja nýrra áfangastaða í Skandinavíu næsta sumar. Tvisvar verður flogið í hverri viku á hvern af áfangastöðunum. Um er að ræða Gautaborg í Svíþjóð og Stafangur og Þrándheim í Noregi.

Samkvæmt tilkynningu frá Play hefst flug til áfangastaðanna í lok maí. Fram kemur að við val á áfangastöðunum sé horft í núverandi þörf, en í Gautaborg fer meðal annars fram barna- og unglingaknattspyrnumótið Gothia cup, sem er eitt það fjölmennasta í heimi ár hvert. Þá búi um tólf hundruð Íslendingar í Stafangri og nokkur fjöldi í Þrándheimi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert