Njarðvík vann sannfærandi sigur í Breiðholti

Raquel De Lima Viegas var stigahæst Njarðvíkinga í kvöld. Hér …
Raquel De Lima Viegas var stigahæst Njarðvíkinga í kvöld. Hér er hún með boltann í leik gegn Fjölni fyrr í vetur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Njarðvíkingar voru ekki í vandræðum með ÍR þegar liðin mættust í Skógarseli í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk með 16 stiga sigri Njarðvíkur, 77:61.

Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en Njarðvík leiddi með átta stigum þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Skelfilegur þriðji leikhluti ÍR-inga varð þeim svo að falli en Njarðvík vann þann leikhluta 26:8. Eftir það var það hálfgert formsatriði fyrir gestina að vinna sigur.

Raquel De Lima Viegas Laneiro var stigahæst í liði Njarðvíkur með 19 stig en Aliyah Collier kom næst með 16 stig. Hjá ÍR var Greeta Uprus lang stigahæst með 25 stig.

Eftir sigurinn er Njarðvík með 20 stig í fjórða sæti deildarinnar. ÍR er enn á botninum með einungis tvö stig eftir 18 umferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert