Hefja söfnun vegna brunans í Borgarfirði

Snorri Jóhannesson bóndi á Augastöðum í Hálsasveit.
Snorri Jóhannesson bóndi á Augastöðum í Hálsasveit. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hafin er fjársöfnun til stuðnings Snorra Jóhannessyni sem missti eiginkonu sína í bruna á bænum Augastöðum í Hálsasveit á sunnudag. 

Eldur kviknaði í íbúðarhúsi á Augastöðum undir kvöld á sunnudag og varð húsið fljótt alelda. Jóhanna Guðrún Björnsdóttir var ein í húsinu þegar eldurinn kom upp og lést hún í brunanum. 

Jóhanna var sjötug að aldri, fædd 5. desember 1949. Hún lætur eftir sig eiginmann, Snorra Jóhannesson, fjögur uppkomin börn og fjölskyldur þeirra.

Að frumkvæði vina og ættingja Snorra á Augastöðum hefur verið hrundið af stað fjársöfnun til stuðnings Snorra.

„Það má með sanni segja að árið 2020 sé „annus horribilis“ í lífi fjölskyldunnar frá Augastöðum. Eins og margir hafa frétt varð sá hræðilegi atburður síðasta sunnudag að íbúðarhús Snorra mágs míns og Hönnu svilkonu á Augastöðum í Borgarfirði brann til grunna og elsku Hanna fórst í brunanum. Snorri hefur því ekki einungis misst lífsförunaut sinn, heldur heimili og allar eigur,“ skrifar Árdís Kjartansdóttir, mágkona Snorra, í facebookfærslu þar sem hún vekur athygli á söfnuninni. 

Það má með sanni segja að árið 2020 sé “Annus horribilis” í lífi fjölskyldunnar frá Augastöðum. Eins og margir hafa...

Posted by Árdís Kjartansdóttir on Miðvikudagur, 21. október 2020



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert