Byrjað að rífa Bræðraborgarstíg 1

Byrjað er að rífa Bræðraborgarstíg 1.
Byrjað er að rífa Bræðraborgarstíg 1. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Byrjað er að rífa Bræðraborgarstíg 1 sem brann þann 25. júní á síðasta ári. Þetta staðfestir Runólfur Ágústsson, þróunar- og verkefnastjóri Þorpsins-vistfélags í samtali við mbl.is en hafist var handa upp úr fjögur í dag.

Runólfur segist vonast eftir að þeir ljúki við niðurrifið á næstu 2-3 vikum en félagið hefur leyfi til að aðhafast í 8 vikur.

Stórvirkar vélar voru mættar á Bræðraborgarstíg.
Stórvirkar vélar voru mættar á Bræðraborgarstíg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líkt og áður hefur komið fram á mbl.is þá hyggjast Þorpið-vistfélag reisa íbúðir fyrir eldri konur á reitnum þar sem húsið stóð áður.

Rífa á húsið og reisa þar ný íbúðarhús.
Rífa á húsið og reisa þar ný íbúðarhús. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert