Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands skráði Bálka Miðlun ehf. sem þjónustuveitanda viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla hinn 10. júlí síðastliðinn.

Bálka Miðlun er nýtt íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í miðlun rafmynta eins og Bitcoin og hefur þróað gervigreind til að stýra viðskiptum með Bitcoin, þar sem áhætta er lágmörkuð á sama tíma og ávöxtun er hámörkuð.

Fyrirtækið veitir alhliða persónulega miðlunarþjónustu fyrir rafmyntir, þar sem hægt er að hringja og fá ráðgjöf hjá sérfræðingi um viðskipti með Bitcoin og aðrar rafmyntir, vörslu, eigna- og áhættustýringu.

Bálkar Miðlun þjónustar bæði einstaklinga og fyrirtæki með ráðgjöf, greiningu og eignastýringu rafmynta.