Íslendingarnir yfirgefa Vendsyssel

Elín Jóna Þorsteinsdóttir yfirgefur Vendsyssel.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir yfirgefur Vendsyssel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleikskonurnar Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir leika ekki með danska liðinu Vendsyssel á næstu leiktíð. Félagið greindi frá á facebooksíðu sinni í dag. 

Elín Jóna kom til Vendsyssel frá Haukum sumarið 2018 og hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins að undanförnu. Þrátt fyrir fall Vendsyssel úr efstu deild á leiktíðinni lék hún afar vel. 

Steinunn kom til Vendsyssel fyrir leiktíðina. Stein­unn hef­ur lengi leikið í Dan­mörku og var hún áður hjá Hor­sens, Gudme og Skand­er­borg. Lék hún síðast með Sel­fossi hér á landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert