Löng leið til Eyjaálfu

Leikmenn Íslands ganga af velli í gær eftir tapið gegn …
Leikmenn Íslands ganga af velli í gær eftir tapið gegn Hollandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er langt til Ástralíu og Nýja-Sjálands. Ekki bara í kílómetrum. Möguleikarnir á að veita Evrópumeisturum Hollendinga alvörusamkeppni um sigur í C-riðli undankeppninnar fyrir heimsmeistaramót kvenna í fótbolta sem haldið verður í Eyjaálfu árið 2023 eru strax orðnir takmarkaðir eftir 0:2-ósigur gegn þeim á Laugardalsvellinum í gærkvöld.

Vissulega er aðeins einn leikur búinn af átta og enn 21 stig eftir í pottinum. En Hollendingar tapa varla mörgum fyrir utan þau sem þeir misstu óvænt til Tékka í jafnteflisleik liðanna síðasta föstudag og það er því rétt að búa sig undir slag við tékkneska liðið um annað sæti riðilsins og að komast á þann hátt í umspilið.

Næsti leikur Íslands er einmitt heimaleikur við Tékka á Laugardalsvellinum 21. október. Eftir rúmar fjórar vikur. Það gæti reynst mikilvægasti leikurinn – lykillinn að framhaldinu. Það verður allavega nokkurs konar úrslitaleikur fyrir framhaldið þar sem ekkert annað en sigur kemur til greina fyrir íslenska liðið. 

Hallbera Guðný Gísladóttir lék sinn 120. landsleik fyrir Íslands hönd. Aðeins Sara Björk Gunnarsdóttir (136), Katrín Jónsdóttir (133) og Margrét Lára Viðarsdóttir (124) eiga fleiri A-landsleiki að baki.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert