Elías áfram í Noregi

Elías Már Halldórsson verður áfram í Noregi.
Elías Már Halldórsson verður áfram í Noregi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elías Már Halldórsson hefur skrifað undir nýjan samning við kvennalið Fredrikstad Ballklubb sem spilar í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. 

Nýi samningur Elíasar gildir til 2025. Ásamt Elíasi skrifaði einnig samstarfskona hans, hún Gjøril Johansen Solberg undir þriggja ára samning við félagið. Bæði komu fyrir ári og skiluðu góðum árangri. Undir stjórn Elíasar hafnaði liðið í sjöunda sætinu.

Elías segist spenntur fyrir verkefninu og að hann vilji gjarnan taka þátt í frekari uppbygginu hjá félaginu á næstu árum. 

Áður en Elías fór til Noregs þjálfaði hann karlalið HK, sem hann stýrði til sigurs í fyrstu deildinni. 

Elías Már og Gjøril Johansen Solberg.
Elías Már og Gjøril Johansen Solberg. Fredrikstadbk.no
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert