Fóru „haugskítugir“ að kjósa eftir réttir

Tæplega 500 manns voru í Laufskálaréttum í ár. Fyrir faraldurinn …
Tæplega 500 manns voru í Laufskálaréttum í ár. Fyrir faraldurinn voru um 3.000 manns sem mættu árlega. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Stærstu stóðréttir landsins, Laufskálaréttir, fóru fram í dag. Atli Traustason, bóndi á Syðri-Hofdölum segir hana hafa farið vel fram en töluvert minna var um manninn en tíðkast að jafnaði.

„Já það var aðeins færra fólk, máttum ekki vera fleiri en 500. Þetta var ósköp friðsælt og rólegt. Í fyrra voru harðari fjöldatakmarkanir. Við vorum um 200 manns þá og 500 núna en í hitteðfyrra og árið þar á undan vorum við um þrjú þúsund,“ segir Atli.

Laufskálaréttir eru stærstu stóðréttir ársins.
Laufskálaréttir eru stærstu stóðréttir ársins. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

„Reyndar gáleysi að hafa sett kjördag á okkar dag,“ segir hann, enda fyrstu réttirnar sem hitta á kjördag. Atli segist samt sem áður hafa náð að kjósa eftir réttirnar. „Já við skutumst.“

Og fóruð þið í ykkar fínasta pússi að kjósa?

„Nei nei nei, haugskítugir alveg.“

Það er nauðsynlegt að ræða málin við réttarvegginn.
Það er nauðsynlegt að ræða málin við réttarvegginn. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson
Frá Laufskálaréttum í dag.
Frá Laufskálaréttum í dag. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson
Laufskálaréttir í dag.
Laufskálaréttir í dag. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert