Leggja til nýtt mannvirki fyrir frjálsíþróttir

Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

Frjálsíþróttasamband Íslands greinir frá því í dag að tillögum um þjóðarleikvang hafi verið skilað til Mennta-og menningarmálaráðuneytisins. 

Starfshópur um þjóðarleikvang fyrir frjálsíþróttir skilaði inn tillögum sínum og greinargerð en í starfshópnum sátu fulltrúar frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) auk fulltrúa ráðuneytisins. 

„Niðurstaða hópsins var ef að þjóðarleikvangur í knattspyrnu verður áfram á Laugardalsvelli þá sé framtíð best borgið á nýjum leikvangi fyrir norðan Suðurlandsbraut, austan frjálsíþróttahallar við Engjaveg. Mannvirki sem mun tengjast núverandi frjálsíþróttahöll, öðrum íþróttamannvirkjum sem og öðrum opnum svæðum í Laugardal,“ segir í færslu á vef Frjálsíþróttasambandsins

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra skipaði starfshópinn síðasta vetur og var honum meðal annars falið að afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma, greina mögulega nýtingu eldri mannvirkja eða þörf á nýjum, og skoða kostnaðarskiptingu slíkra verkefna, bæði hvað varðar mögulega uppbyggingu, rekstur og nýtingu segir jafnframt á vef FRÍ. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert