Messi og Neymar óska leikmönnum góðs gengis í Laugardal

Messi og Neymar óska liði PSG Talon góðs gengis á …
Messi og Neymar óska liði PSG Talon góðs gengis á heimsmeistaramótinu í Laugardalshöll. AFP

Liðið PSG Talon sem keppir nú á heimsmeistaramótinu í League of Legends í Laugardal er hluti af félaginu Paris Saint-German, sem er eitt stærsta fótboltalið Evrópu um þessar mundir, en margir þekktir fótboltamenn spila með liðinu, s.s. Messi, Neymar, Ramos og Mbappé. 

Messi og Neymar óska liðinu góðs gengis

Lið PSG Talon er eitt af bestu liðum heims í leiknum League of Legends, og er því spáð góðu gengi á heimsmeistaramótinu sem nú er í gangi í Laugardal. 

Fótboltamenn PSG tóku sig saman og sýndu League of Legends-liði PSG, PSG Talon, stuðning í myndbandi sem birt var á Twitter. Þar óska Messi og Neymar rafíþróttaliðinu góðs gengis á heimsmeistaramótinu. 

Ákveðin viðurkenning

Rafíþróttir hafa lengi verið tabú í samfélagi um allan heim, svo það er stórt skref að tveir af þekktustu fótboltamönnum heims sýni rafíþróttaliði stuðning.

Gæti þetta verið einhverskonar viðurkenning eða vitundarvakning fyrir fótboltaaðdáendur, því margir líta upp til leikmannanna sem nú sýna stuðning við rafíþróttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert