Íslendingaliðin með stórsigra í Meistaradeildinni

Sigvaldi Björn Guðjónsson skorar í landsleik. Hann gerði 4 mörk …
Sigvaldi Björn Guðjónsson skorar í landsleik. Hann gerði 4 mörk í kvöld. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Íslendingaliðin Kielce frá Póllandi og Aalborg frá Danmörku unnu sannfærandi sigra í Meistaradeild karla í handknattleik í kvöld.

Kielce tók á móti Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi og vann öruggan sigur, 34:27. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk fyrir pólska liðið en Haukur Þrastarson er úr leik með slitið krossband. Kielce hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í A-riðli og er með 6 stig á toppnum eins og Flensburg.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg sem hefur fengið fljúgandi start í Meistaradeildinni. Liðið vann afar öruggan heimasigur á Nantes frá Frakklandi, 32:24. Aalborg hefur unnið alla fjóra leiki sína og er með fullt hús stiga í B-riðli eins og Veszprém frá Ungverjalandi og Barcelona frá Spáni en Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona mæta Zagreb síðar í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert