Sigurviss fyrir síðari leikinn

Luis Enrique á fréttamannafundi í Barcelona í dag.
Luis Enrique á fréttamannafundi í Barcelona í dag. AFP/Franck Fife

Luis Enrique, knattspyrnustjóri París SG, kveðst þess fullviss að liðið muni snúa taflinu við gegn Barcelona í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

Fyrri leik liðanna lauk með 3:2-sigri Barcelona í París og því ærið verk að vinna fyrir PSG í síðari leiknum í Barcelona.

„Þegar við föllum rísum við aftur á fætur. Þetta er íþróttin á sínu hæsta stigi, maður verður að venjast því. Við höfum haft tíma til þess að undirbúa okkur og við erum reiðubúnir.

Allir leikmenn liðsins vilja vinna. PSG hefur aldrei áður komist áfram eftir tap í fyrri leiknum en á morgun munum við gera það,“ sagði Enrique á fréttamannafundi í dag.

- Þegar við dettum stöndum við upp. Þetta er íþrótt á hæsta stigi, maður verður að venjast henni. Við höfum haft tíma til að undirbúa okkur og ég endurtek mig: við erum tilbúin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert