Forsendur hafa breyst fyrir EM

Íslenska landsliðið fagnar sigri gegn Marokkó á heimsmeistaramótinu fyrir ári …
Íslenska landsliðið fagnar sigri gegn Marokkó á heimsmeistaramótinu fyrir ári síðan. Nú er komið að EM. AFP

Nú í aðdraganda EM karla í handknattleik hef ég af og til verið spurður um hvers megi vænta af íslenska landsliðinu. Ekki er furða þótt hinn almenni íþróttaáhugamaður velti því fyrir sér. Íslenska liðið hefur verið í uppbyggingarferli í þeim skilningi að mörgum ungum mönnum var nánast kippt inn í landsliðið en hafa nú kynnst stórmótum og vilja ná meiri árangri.

Önnur skilaboð hafa borist frá mönnum í landsliðshópnum en fyrir ári. Bæði í nóvember þegar liðið kom saman til æfinga og nú í janúar hafa menn talað um að þeir vilji ná lengra á EM í Ungverjalandi en á síðustu stórmótum. Menn telja sig vera komnir nær bestu liðum heims, sem er ánægjulegt en einnig nokkuð sem að var stefnt því efniviðurinn er fyrir hendi. Þar sem íslenska liðið hefur lítið spilað síðan á HM fyrir ári er einnig erfiðara fyrir fólk að átta sig á því hversu sterkt liðið gæti verið á EM.

Tvö efstu liðin fara áfram

Frá mínum bæjardyrum séð á Ísland nú að komast í milliriðil á EM. Segja má að þegar dregið var í riðlana þá var það ekki endilega eitthvað sem hægt var að krefja liðið um. Einfaldlega af þeirri ástæðu að Ungverjaland og Portúgal hafa verið heldur sterkari lið en það íslenska á allra síðustu árum. Þótt við séum stolt af handboltasögu okkar verðum við stundum að viðurkenna að aðrir séu betri og Ungverjar og Portúgalar hafa verið það á síðustu stórmótum. Ungverjar unnu okkar menn með sex marka mun á EM í Svíþjóð fyrir tveimur árum og Portúgal vann tvo leiki af þremur gegn Íslandi fyrir ári.

Í B-riðlinum eru einnig Hollendingar. Þeir sýndu fyrir tveimur árum undir stjórn Erlings Richardssonar að þeir eiga erindi á stórmót en fyrir fram telst Holland vera veikasta liðið. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil en þangað fara einnig tvö efstu liðin úr A- og C-riðli.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert