Embætti skrifstofustjóra auglýst

Heilbrigðisráðuneytið.
Heilbrigðisráðuneytið. Ljósmynd/Aðsend

Heilbrigðisráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu.

Um er að ræða aðra af tveimur stoðskrifstofum ráðuneytisins, að því er kemur fram í tilkynningu.

Helstu verkefni skrifstofunnar eru: Samningar, innkaup á vöru og þjónustu í heilbrigðiskerfinu, sjúkratryggingar, lyf og lækningatæki, byggingaframkvæmdir, mönnun heilbrigðisþjónustu, úrvinnsla tölfræðiupplýsinga, auk þess að framkvæma stefnu stjórnvalda og fylgja henni eftir með gerð lagafrumvarpa og reglugerða.

Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára í senn frá 1. ágúst næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka