fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

38 greindust utan sóttkvíar – „Mikil vonbrigði,“ segir Hjördís

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 11:14

Hjördís Guðmundsdóttir. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls greindust 56 innanlandsmit af Covid-19 í gær og þar af voru 38 utan sóttvíar. Af smituðum voru 11 óbólusettir en 43 voru fullbólusettir. Afgangurinn hafði fengið fyrri sprautu.

Aðspurð segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, að þetta séu vissulega mikil vonbrigði. „Ég held að það sé þannig hjá öllum, ég held að allri þjóðinni líði þannig. Við erum enn og aftur að tala um þessa fordæmalausu tíma sem við lifum á,“ segir Hjördís.

Aðspurð hvort hún telji að stefni í samkomutakmarkanir innanlands á ný, segist Hjördís alveg eins eiga von á því. „Ég held að Þórólfur hafi svarað því undanfarið að hann sé að hugleiða það.“

Hún bendir á að fréttir undanfarna daga hafa án nokkurs vafa ýtt fólki í skimun en vissulega séu greinileg einkenni hjá þeim sem koma. Aðeins einn er á sjúkrahúsi með sjúkdóminn en Hjördís bendir á að það taki tvær vikur að koma í ljós hvort alvarleg veikindi verða. „Við vonum auðvitað að svo verði ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd