Tveir pólskir skíðamenn fórust í snjóflóði

Skjáskot úr eftirlitsmyndavél sem sýnir snjóflóðið sem varð.
Skjáskot úr eftirlitsmyndavél sem sýnir snjóflóðið sem varð. AFP

Tveir pólskir ríkisborgarar fórust og 21 skíðamanni til viðbótar var bjargað eftir að snjóflóð varð í Gulmarg á Indlandi, að sögn lögreglunnar.

Snjóflóðið rann niður hlíðar fjallsins Apharwat, sem er 4.390 metra hátt, í Kasmír-héraði.

Allir þeir sem lentu í snjóflóðinu voru erlendir ríkisborgarar nema tveir leiðsögumenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert