Ólympíumeistari í Stjörnuna

Erin McLeod leikur með Stjörnunni á komandi tímabili.
Erin McLeod leikur með Stjörnunni á komandi tímabili. AFP

Kanadíski markvörðurinn Erin McLeod hefur gert samning við knattspyrnudeild Stjörnunnar og leikur með liðinu á komandi leiktíð.

McLeod, sem er 39 ára, hefur átt afar farsælan feril, bæði með landsliði þjóðar sinnar og félagsliðum. Lék hún 119 leiki fyrir kanadíska landsliðið og varð Ólympíumeistari í Tókýó árið 2021.

Þá hefur hún leikið með liðum á borð við Houston Dash, Rosengård, Orlando Pride, Våxjö, Chicago Red Stars og fleiri. Erin þekkir vel til hjá Stjörnunni, því hún lék átta leiki með liðinu sumarið 2020.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, eiginkona markvarðarins, samdi á dögunum við Stjörnuna. Þær voru saman hjá Orlando Pride, en ákváðu að flytja saman til Íslands í byrjun árs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert