Newcastle að kaupa framherja

Chris Wood, til hægri, er á leið til Newcastle.
Chris Wood, til hægri, er á leið til Newcastle. AFP

Enska knattspyrnufélagið Newcastle er nálægt því að ganga frá kaupum á nýsjálenska framherjanum Chris Wood frá Burnley.

Wood er á leiðinni í læknisskoðun hjá Newcastle eftir að félagið samþykkti að greiða um 20 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Hinn þrítugi Wood hefur verið aðalframherji Burnley síðustu ár og skorað 49 mörk í 144 leikjum með liðinu. Þar á undan lék hann með Leeds og skoraði 41 mark í 83 leikjum í B-deildinni. Þá hefur hann skorað 27 mörk í 60 landsleikjum með Nýja-Sjálandi.

Newcastle, sem var keypt af krónprins Sádi-Arabíu á dögunum og er ríkasta félag heims, er í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 11 stig. Burnley er í sætinu fyrir ofan, einnig með 11 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert