Innlent

Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku

Samúel Karl Ólason skrifar
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag.

Þetta kom fram í Kvöldfréttum Stöðvar 2, þar sem rætt var við Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Hún sagði bólusetninguna hafa gengið ákaflega vel og hafa farið fram úr björtustu vonum. Þátttakan hefði einnig verið til fyrirmyndar.

„Við vorum ekkert að leggja áherslu á hana og vildum frekar leggja áherslu á upplifun barnanna. Fyrstu tvo dagana var 70 prósent mæting og svo í dag var 85 prósent mæting,“ sagði Ragnheiður. Hún sagði það met mætingu.

Þá vildi Ragnheiður hrósa börnunum fyrir að vera dugleg og foreldrunum líka.

Hún sagði að meira bóluefni myndi berast í vikunni og því yrði hægt að bjóða 2016 árganginum bólusetningu í næstu viku. Skipulag þeirra bólusetningar yrði auglýst á vefsíðu heilsugæslunnar á morgun.


Tengdar fréttir

Ein tilkynning um aukaverkun í yngsta aldurshópnum

Þriðji dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í morgun en mætingin síðustu tvo daga hefur verið um sjötíu prósent. Fyrr í mánuðinum hófust bólusetningar í öðrum sveitarfélögum.

Læknar vilja við­bótar­greiðslur í sam­ræmi við álag

Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×