Spilað rétt fyrir Verslunarmannahelgi

FH-ingurinn Þórir Jóhann Helgason er í landsliðshópnum.
FH-ingurinn Þórir Jóhann Helgason er í landsliðshópnum. mbl.is/Árni Sæberg

Leikir KA og Breiðabliks annarsvegar og FH og Keflavík hinsvegar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta hafa verið færðir til fimmtudagsins 29. júlí. Leikjunum var frestað vegna landsleikja Íslands við Mexíkó, Færeyjar og Pólland

KA, Breiðablik, FH og Keflavík munu því eiga leik inni á önnur lið deildarinnar næstu tæpa tvo mánuði.

Brynjar Ingi Bjarnason hjá KA, Gísli Eyjólfsson hjá Breiðabliki, Ísak Óli Ólafsson hjá Keflavík og FH-ingarnir Þórir Jóhann Helgason og Hörður Ingi Gunnarsson eru allir í hópnum í verkefninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert