Bætt úr samskiptaleysi

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samband Íslands og Bandaríkjanna hafa styrkst í embættistíð sinni. Hann hafi einsett sér að bæta samskipti ríkjanna, sem hafi ekki verið eins mikil og hann hefði viljað áður.

Guðlaugur segir mikilvægt að hafa í huga að þau bættu tengsl séu ekki við fráfarandi stjórn Donalds Trumps heldur við Bandaríkin í heild. Hann hefur því engar áhyggjur af verulegri breytingu á samskiptum ríkjanna þegar Joe Biden tekur við embætti í næstu viku.

Þrátt fyrir ólgu í landinu að undanförnu og innrás í þinghúsið, segir Guðlaugur Bandaríkin enn vera forysturíki hins frjálsa heims og viðbrögð leiðtoga beggja flokka hafi undirstrikað það.

Ríflega hálft ár er nú eftir af kjörtímabilinu og hugurinn farinn að reika til þingkosninga í september. Guðlaugur hefur frá árinu 2016 verið oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður og hyggst sækjast eftir því að vera það áfram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert