Nýr fyrirliði United í kvöld

Bruno Fernandes verður fyrirliði Manchester United í kvöld.
Bruno Fernandes verður fyrirliði Manchester United í kvöld. AFP

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að Portúgalinn Bruno Fernandes verði fyrirliði liðsins er það mætir Paris SG á útivelli í 1. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 

Norski stjórinn hafði ekki greint Fernandes frá tíðindunum þegar hann ræddi þau á fundinum, en Fernandes sat fundinn með Solskjær. Viðbrögð Fernandes við tíðindunum hafa vakið athygli, en Portúgalinn virðist himinlifandi með ákvörðun Solskjærs. 

„Ég bjóst ekki við þessu. Ég komst að þessu á sama tíma og þið,“ svaraði Fernandes aðspurður út í ákvörðun knattspyrnustjórans. Miðjumaðurinn kom til United í janúar frá Sporting og hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins síðan. 

Myndband af viðbrögðum Bruno Fernandes má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert