Áhrifarík meðferð við alzheimer

Jón Snædal öldrunarlæknir.
Jón Snædal öldrunarlæknir. mbl.is/Hákon Pálsson

Jón Snædal öldrunarlæknir fór yfir þær framfarir sem hafa átt sér stað á sviði alzheimermeðferðar á líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Íslands í gær. Sjúkdómurinn er ein af tíu algengustu dánarorsökum í vestrænum löndum þar sem ekki er til áhrifarík forvörn, meðferð eða lækning við sjúkdómnum. Í sjónmáli séu þó tvær tegundir líftæknilyfja sem vonir standa til að verði áhrifaríkari meðferð við sjúkdómnum en sú meðferð sem notast er við í dag.

Líklegt að lyfin fái samþykki

Helstu meðferðir samtímans eru lífstílsbreytingar og lyf. Þau hafa lítil áhrif en seinka lítillega framþróun sjúkdómsins. Þau hafa ekki áhrif á sjúkdóminn sjálfan heldur einungis einkenni hans. Rannsóknir gefa til kynna að líftæknilyfin virðist ráðast á rót vandans og hafi töluverð áhrif á sjúkdóminn. Nýju lyfin eru gefin í æð og meðferðin er þar af leiðandi ekki einföld.

„Niðurstöðurnar eru það ákveðnar að það er afar ólíklegt annað en að lyfin verði samþykkt til notkunar,“ segir Jón en beðið er eftir samþykki Evrópsku lyfjastofnunarinnar. Það sé þó ýmislegt sem gefi til kynna að lyfin muni ekki henta öllum en það skýrist betur eftir að stofnunin hefur fjallað um lyfin.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert