Utanvegaakstur við Fjallabak stórt vandamál

Mynd af snjóförum eftir bíla sem keyrt hafa utanvega á …
Mynd af snjóförum eftir bíla sem keyrt hafa utanvega á Fjallabakssvæðinu. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Alls hafa um 40 tilvik um ólögmætan utanvegaakstur í Friðlandi að Fjallabaki verið skráð á síðustu fjórum mánuðum, frá júní til september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun í dag. 

Björn Þorláksson, upplýsingarfulltrúi Umhverfisstofnunar, segir þetta stórt umhverfisvandamál sem ógnar verndargildi friðlandsins. 

„Nú á haustmánuðum og í byrjun vetrar hafa orðið þó nokkur tilvik þar sem ekið er utan vega til að sniðganga skafla á vegum. Einnig er um ótímabæran akstur á snævi þakinni jörð að ræða þar sem ekið er út fyrir vegi án þess að jörð sé frosin eða snjóþekja nægilega þykk og traust til að koma í veg fyrir skaða,“ segir í tilkynningunni. 

Allur akstur utan vega er bannaður samkvæmt lögum um náttúruvernd. Umhverfisstofnun biðlar til ökumanna að huga að almennri aðgæsluskyldu í tilkynningunni frá því í dag og minna á að náttúran á að fá að njóta vafans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert