Stærstu fyrirtækin ekki á ráðstefnunni

Ráðstefnan fer fram í sumar.
Ráðstefnan fer fram í sumar. Ljósmynd/E3

Tækniráðstefnan E3 er stærsta ráðstefna sinnar tegundar og góður vettvangur fyrir fyrirtæki að sýna frá sínum verkefnum og hvað er nýtt úr þeirra smiðju.

E3 var ekki haldin árin 2020 og 2022 sökum kórónuveirufaraldsins en snýr aftur í ár. Árið í ár átti að vera nýtt upphaf fyrir ráðstefnuna og margir stórir stuðningsaðilar hafa komið að því að gera ráðstefnuna stærri en áður.

Playstation kynnir VR sýndarveruleikagleraugu sín árið 2015.
Playstation kynnir VR sýndarveruleikagleraugu sín árið 2015. Skjáskot/Sony

Samkvæmt heimildum IGN munu fyrirtækin, Nintendo, Xbox og Playstation ekki taka þátt í ár sem er mikið högg fyrir skipuleggjendur enda um stærstu leikjafyrirtækin að ræða.

E3 var með rafrænu viðmóti árið 2021 og spurning hvort það sé leiðin enda leita fleiri fyrirtæki í þá lausn að tilkynna nýja leiki og tölvur með kynningarmyndskeiðum á netmiðlum. E3 fer fram í júní í Los Angeles í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert