Aron lék vel í Álaborg

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. Ljósmynd/Barcelona

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, lék vel þegar Barcelona lagði Aalborg að velli 35:32 í Meistaradeildinni en leikið var í Álaborg. 

Stórveldið frá Katalóníu þurfti að hafa verulega fyrir sigrinum því staðan var 31:31 þegar þrjár mínútur voru eftir en síðustu mínúturnar nýttust Barcelona vel. 

Aron lagði sitt af mörkum því hann skoraði sex mörk fyrir Barcelona, gaf stoðsendingu og varði eitt skot í vörninni. 

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá Aalborg sem stendur sig vel í keppninni og er í 3. sæti í B-riðlinum með 10 stig en átta lið eru í hvorum riðli í keppninni. Barcelona er í efsta sæti með 16 stig. 

Kiel átti ekki mikið erindi gegn í Veszprém þegar liðin mættust í Ungverjalandi. Heimamenn unnu stórsigur 41:33. Barcleona og Veszprém slitu sig vel frá Kiel í kvöld því Veszprém er með 13 stig í 2. sæti en Kiel er með 7 stig í 4. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert