Auður í markið hjá Aftureldingu - fjórar nýjar komnar

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving gómar boltann í leik með ÍBV á …
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving gómar boltann í leik með ÍBV á Akureyri. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður úr Val, hefur verið lánuð til Aftureldingar, nýliðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Auður er tvítug og á að baki 21 leik með yngri landsliðum Íslands en hún er auk þess með mikla reynslu úr efstu deild eftir að hafa verið í láni hjá ÍBV undanfarin tvö ár. Hún spilaði fyrst 15 ára einn leik í deildinni í marki Vals og á 31 leik að baki í deildinni, 29 þeirra með Eyjakonum.

Þá hefur hún verið í hópi A-landsliðsins án þess að spila með því.

Þar með hafa fjórir nýir leikmenn komið til liðs við Aftureldingu síðasta sólarhringinn. Sólveig J. Larsen kom einnig í láni frá Val, hin belgíska Alexandra Soree kom í láni frá Breiðabliki og þá kom spænski leikmaðurinn Sara Jiménez frá Aldaia í heimalandi sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert