Staðráðnir að komast á EM

Guðmundur Þórarinsson og Albert Guðmundsson ganga af velli eftir sigurinn …
Guðmundur Þórarinsson og Albert Guðmundsson ganga af velli eftir sigurinn gegn Ísrael á fimmtudaginn. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom til Wroclaw í Póllandi síðdegis í gær eftir stutta flugferð frá Búdapest og býr sig undir úrslitaleikinn gegn Úkraínu um sæti á EM 2024 í Þýskalandi sem fram fer í pólsku borginni annað kvöld.

Þetta er heimaleikur Úkraínumanna sem geta ekki spilað í heimalandinu vegna stríðsátakanna þar.

Leikið verður á Tarczynski Arena, heimavelli Slask Wroclaw, glæsilegum leikvangi sem tekinn var í notkun árið 2011 og rúmar um 43 þúsund áhorfendur. Spilað var á vellinum í lokakeppni EM 2012 sem fór fram í Póllandi og Úkraínu, og pólska landsliðið spilar þar af og til sína heimaleiki.

Ein breyting á hópnum

Åge Hareide er með 24 leikmenn í sínum hópi, eins og fyrir leikinn gegn Ísrael á fimmtudagskvöldið. Arnór Sigurðsson verður ekki með vegna meiðslanna sem hann hlaut í leiknum en Stefán Teitur Þórðarson kom í hans stað og æfði með liðinu í Búdapest um helgina.

Góðar líkur eru á að Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason hristi af sér meiðslin og verði klárir í slaginn annað kvöld.

Liðið dvaldi áfram í ungversku höfuðborginni í þrjá daga eftir sigurinn glæsilega gegn Ísrael, 4:1, og æfði þar á laugardaginn og aftur í gær. Síðdegis í dag æfir það á keppnisvellinum í Wroclaw.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert