Heimsmeistarar í Brawl Stars

Leikmenn Zeta Division með heimsmeistarabikarnum.
Leikmenn Zeta Division með heimsmeistarabikarnum. Skjáskot/Twitter/ZetaDivision

Heimsmeistaramótið í leiknum Brawl Stars fór fram síðustu helgi í Rúmeníu. Þar mættust bestu lið heims í leiknum og var það japanska liðið Zeta Division sem lyfti heimsmeistaratitlinum.

Brawl Stars er fjöspilunarleikur þar sem leikmenn spila í liðum og mæta öðrum í bardaga á vígvelli (e. MOBA). Leikurinn kom út árið 2018 og var gefinn út af finnska fyrirtækinu Supercell.

Sigruðu NAVI í úrslitaviðureigninni

Sextán lið mættu til leiks á heimsmeistaramótinu og var heildarverðlaunafé mótsins 130 milljónar íslenskra króna. 

Það voru liðin NAVI og Zeta Division sem mættust í úrslitaviðureign mótsins sem var best-af-fimm. Zeta Division sigruðu þá viðureign með yfirburðum og var lokastaðan 4-1, og tryggðu sér þannig heimsmeistaratitilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert