Chelsea er víti til varnaðar

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United.
Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United. AFP/Glyn Kirk

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að vandræði Chelsea á tímabilinu ættu að vera félaginu víti til varnaðar.

Bandaríski milljarðamæringurinn eignaðist meirihluta í Chelsea síðastliðið sumar og hefur varið 600 milljónum punda í leikmannakaup.

Þrátt fyrir það hefur ekkert gengið hjá liðinu, sem er í 12. sæti. Boehly hefur rekið bæði Thomas Tuchel og Graham Potter úr starfi knattspyrnustjóra og Bruno Saltor og nú Frank Lampard hafa stýrt liðinu til bráðabirgða.

„Það verður að gera réttu hlutina. Maður getur átt peninga en maður verður að eyða þeim skynsamlega og vera með einhverja stefnu á bak við eyðsluna, annars eru þeir ekki til neins,“ sagði ten Hag á blaðamannafundi í gær.

Þar var hann spurður út í fyrirhugaða yfirtöku á Manchester United, þar sem Sjeikinn Jassim bin Hamad Al-Thani og Sir Jim Ratcliffe, stærsti einstaki landeigandi á Íslandi, eru um hituna.

Man. United fær Chelsea í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert