Conor McGregor snýr aftur

Conor McGregor hefur ekki barist síðan í júní 2021 þegar …
Conor McGregor hefur ekki barist síðan í júní 2021 þegar hann mætti Dustin Poirier. AFP

Írski bardagakappinn Conor McGregor snýr aftur í búrið 29. júní í Las Vegas þegar hann berst við Michael Chandler eftir tæplega þriggja ára fjarveru.

Hann er 35 ára gamall og hefur ekki barist síðan 11. júlí 2021, eftir að hann fótbrotnaði í bardaga gegn Dustin Poirier. McGregor er fyrrum meistari í bæði létt- og fjaðurvigt en hefur aðeins unnið einn bardaga síðan þá.

Chandler er 37 ára gamall og þeir hafa báðir verið að þjálfa síðustu ár. Síðasti bardagi hans var í nóvember 2022 en það var einnig gegn Dustin Poirier.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert