Fótbolti

Mætti í klefann og lofaði bónusum eftir sigurinn á Íslandi

Sindri Sverrisson skrifar
Íslendingar fengu engin stig með sér heim frá Bosníu en heimamenn fögnuðu ákaft í búningsklefanum eftir leik, meðal annars með formanni knattspyrnusambands Bosníu.
Íslendingar fengu engin stig með sér heim frá Bosníu en heimamenn fögnuðu ákaft í búningsklefanum eftir leik, meðal annars með formanni knattspyrnusambands Bosníu. Getty/Armin Durgut og @nfsbih_official

Kollegi Vöndu Sigurgeirsdóttur hjá bosníska knattspyrnusambandinu, Vico Zeljkovic, var heldur betur sigurreifur eftir að Bosnía vann 3-0 sigurinn örugga gegn Íslandi í fyrsta leik í undankeppni EM í gærkvöld.

Mikil öryggisgæsla var á vellinum í Zenica í gærkvöld vegna Zeljkovic og mátti sjá hermenn og sérsveitarmenn vopnaða rifflum í kringum hann.

Zeljkovic mætti svo inn í fábrotinn búningsklefa heimamanna eftir leik og þar tók þessi 34 ára formaður þátt í að fagna frábærri frammistöðu bosníska liðsins, eins og sjá má hér að neðan.

Hann kvaddi sér svo hljóðs til að tilkynna leikmönnum að þeir gætu átt von á góðum bónusgreiðslum. Bosnía sækir Slóvakíu heim á sunnudaginn og sagði Zeljkovic að Bosníumenn myndu fá tvöfaldan bónus ef þeir næðu í jafntefli í þeim leik, og þrefaldan bónus ef að liðið ynni sigur.

Búast má við því að Portúgal vinni riðilinn sem liðin spila í en að barátta verði á milli Bosníu, Slóvakíu og mögulega Íslands um að fylgja Portúgölum upp úr riðlinum og á EM. Sú barátta hófst fullkomlega fyrir Bosníu í gær því auk afar sannfærandi sigurs liðsins gegn Íslandi þá gerði Slóvakía óvænt markalaust jafntefli við Lúxemborg.


Tengdar fréttir

Skýrsla Vals: Teknir til fanga í Zenica

Það er erfitt að segja til um hvort erfiðara hafi verið að eiga við reykmökkinn sem stóð upp af keðjureykjandi stuðningsfólki Bosníu í fangelsisbænum Zenica í kvöld eða frammistöðu íslenska landsliðsins.

„Ég tek ábyrgð á þessu tapi“

„Ég er hundfúll. Þetta var erfitt kvöld og við vorum ekki nógu góðir,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari eftir útreiðina sem hans menn fengu í Bosníu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×