Gefur fjórar stoðsendingar að meðaltali

Ómar hefur auga fyrir spili.
Ómar hefur auga fyrir spili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ómar Ingi Magnússon er í þriðja sæti á listanum yfir þá leikmenn sem flestar stoðsendingar hafa gefið í þýsku 1. deildinni í handknattleik. 

Ómar hefur gefið 28 stoðsendingar á liðsfélagana í fyrstu sjö leikjunum en Magdeburg lið hans og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar hefur unnið þá alla. 

Simon Jeppssen hjá Erlangen er efstur á listanum með 36 stoðsendingar og Jim Gottfridsson hjá Flensburg er næstur með 30 stoðsendingar. 

Ómar varð markakóngur deildarinnar á síðasta tímabili og hefur nú skorað 43 mörk. Er hann áttundi markahæstur og markahæstur Íslendinga sem af er. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert