Sprungan gerði ekki boð á undan sér

Kristín Jónsdóttir, doktor í jarðeðlisfræði.
Kristín Jónsdóttir, doktor í jarðeðlisfræði. mbl.is/Ásdís

Kristín Jónsdóttir, hóp­stjóri hjá nátt­úru­vár­vökt­un Veður­stof­unn­ar, segir að enginn augljós fyrirvari hafi verið áður en nýja sprungan í Geldingadölum opnaðist. Ný sprunga opnaðist í kringum hádegi í dag og verið er að rýma gossvæðið. 

„Svona sprunguopnanir gerast greinilega án mikils fyrirvara. Við vissum svo sem alveg að næst gosstöðvunum liggur kvikan grunnt. En það kemur dálítið á óvart að hún sé að brjóta sér leið akkúrat á þessum tímapunkti. Hugsanlega hefur það að gera með að gígarnir eru orðnir það háir að það er auðveldara fyrir kvikuna að brjóta sér leið þarna,“ segir Kristín í samtali við mbl.is. 

„Þetta er framhald af gossprungunni og við erum búin að vita það allan tímann að þarna troði sér inn kvika eftir mjög löngum gangi sem liggur þarna marga kílómetra,“ segir Kristín.

Ný sprunga opnaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum.
Ný sprunga opnaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Ljósmynd/Gísli Gíslason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert