PGL Stockholm verður fært ef þörf krefur

PGL Major Stockholm 2021.
PGL Major Stockholm 2021. Skjáskot/Samsett/Liquipedia.net

Næsta alþjóðlega LAN mót í Counter-Strike: Global Offensive, PGL Major Stockholm 2021, fór á ákveðið óvissustig þegar Valve, útgefandi leiksins, þurfti að færa annað stórmót sitt í tölvuleiknum Dota 2 úr Svíþjóð eftir að ljóst varð að ekki væri tryggt að allir keppendur kæmust til landsins.

Orðið víst að mótið verður fært – ef þörf krefur

Nú er það orðið ljóst í kjölfarið á tilkynningu frá Valve að það kemur til greina að færa mótið ef þörf krefur. Segir í tilkynningunni að tvö Evrópulönd hafi lýst yfir áhuga á að taka við mótinu ef svo fer.

Eru aðdáendur eflaust ánægðir að heyra þetta, en þrátt fyrir að leiðinlegt sé að sjá mótið fara frá Stokkhólmi er það að mótið sé haldið sem LAN enn mikilvægara. Má sjá ákveðinnar þreytu á mótum sem eiga sér eingöngu stað yfir netið gæta hjá bæði aðdáendum og spilurum. Það var því t.a.m. ákveðið högg þegar ESL Pro League tilkynnti að 14. tímabil þeirra þyrfti aftur að eiga sér stað á netinu um daginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert