Macron heimsækir Líbanon í kjölfar hörmunganna

Frakklandsforseti er væntanlegur til Líbanon í dag.
Frakklandsforseti er væntanlegur til Líbanon í dag. AFP

Emmanuel Macron Frakklandsforseti heldur til Líbanon í dag, en tveir dagar eru liðnir síðan miklar sprengingar í höfuðborginni Beirút urðu á annað hundrað að bana.

Macron er hæst setti erlendi embættismaðurinn til þess að heimsækja Líbanon í kjölfar hörmunganna, en Líbanon var áður frönsk nýlenda og hafa löndin haldið ágætum tengslum síðan Líbanon varð sjálfstætt ríki.

Tala látinna í kjölfar sprenginganna stendur í 137 og eru 5.000 slasaðir, en talið er að tala látinna og slasaðra fari áfram hækkandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert