Skelltu sér í æfingu í kolvitlausu roki

Vel þekkt er að miklar annir eru hjá björgunarsveitum þegar veðrar illa. Það vakti því óneitanlega forvitni blaðamanns í heimavinnu á Kársnesinu að björgunarskipið Stefnir af gerðinni Rafnar 1100 væri ekki á sínum stað í Kópavogshöfn.

Ekki reyndist þó um útkall að ræða heldur fjögur hreystimenni úr Hjálparsveit skáta í Kópavogi harðákveðin að halda æfingu.

„Ef ekki á að æfa sig í vondu veðri hvenær á þá að æfa sig fyrir útköll í vondum veðrum?“ segir Vala Dröfn Hauksdóttir hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi þegar blaðamaður slær á þráðinn og spyr hvers vegna björgunarskipið Stefnir hafi lagt út þegar er appelsínugul veðurviðvörun.

Spurð hvort skipulagt hafi verið að fara í þessum vestanstormi, svarar Vala Dröfn því játandi. „Þegar þeir sáu spána fóru þeir strax að skipuleggja þetta.“ Þá hafi verið mikill kostur að geta náð æfingu í dagsbirtu til að geta séð aðstæðurnar og lært á þær. „Þá er auðveldara að fara í útkall í brjáluðu veðri — þegar maður þekkir bátinn.“

Bara hluti af þjálfuninni

Er þetta samt ekki klikkun að leggja út í þetta ótilneyddur?

„Nei nei,“ svarar Vala Dröfn og skellir upp úr. „Auðvitað flaug það í gegnum kollinn á manni – hvaða vitleysa er þetta í þeim – en þetta er bara alveg eins og með sleðana og jeppana. Við erum að fara í æfingar í öllum veðrum því fólk þarf að geta brugðist við og lært að vera úti í öllum veðrum. Það er það sem björgunarsveitarstarfið snýst um, að geta tekist ávið hvaða aðstæður sem er og ef þú ert bara að takast á við þetta í útköllum undir álagi er það ekkert sniðugt.“

Hún útskýrir að æfingar við þessar aðstæður geri fólki einnig kleift að meta hvort það treystir sér í útköll við erfiðar aðstæður. „Þetta er bara hluti af þjálfuninni.“

Æfingin gekk vel ef marka má innkomuna á mannskapnum. „Þeir voru að koma í hús, alsælir eftir góða siglingu. Ágætlega hristir.“

Björgunarskipið Stefnir KÓ er af gerðinni Rafnar 1100.
Björgunarskipið Stefnir KÓ er af gerðinni Rafnar 1100. Ljósmynd/Rafnar
Ljósmynd/Rafnar
Það var mikið hvassviðri þegar æfingin fór fram.
Það var mikið hvassviðri þegar æfingin fór fram. Ljósmynd/Rafnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,60 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 245,13 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,58 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,72 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 862 kg
Þorskur 284 kg
Samtals 1.146 kg
29.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.864 kg
Þorskur 47 kg
Rauðmagi 36 kg
Samtals 1.947 kg
29.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.773 kg
Þorskur 315 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 2.121 kg
29.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 3.080 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 64 kg
Grásleppa 9 kg
Ýsa 7 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.432 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 29.4.24 426,60 kr/kg
Þorskur, slægður 29.4.24 571,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 29.4.24 245,13 kr/kg
Ýsa, slægð 29.4.24 134,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 29.4.24 168,58 kr/kg
Ufsi, slægður 29.4.24 154,63 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 29.4.24 170,72 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 862 kg
Þorskur 284 kg
Samtals 1.146 kg
29.4.24 Sara ÍS 186 Grásleppunet
Grásleppa 1.864 kg
Þorskur 47 kg
Rauðmagi 36 kg
Samtals 1.947 kg
29.4.24 Ingi Rúnar AK 35 Grásleppunet
Grásleppa 1.773 kg
Þorskur 315 kg
Skarkoli 33 kg
Samtals 2.121 kg
29.4.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Skarkoli 3.080 kg
Þorskur 271 kg
Sandkoli 64 kg
Grásleppa 9 kg
Ýsa 7 kg
Þykkvalúra 1 kg
Samtals 3.432 kg

Skoða allar landanir »