Midtjylland með tvo íslenska markverði?

Hákon Rafn Valdimarsson á landsliðsæfingu.
Hákon Rafn Valdimarsson á landsliðsæfingu. Eggert Jóhannesson

Sú staða gæti komið upp að danska knattspyrnuliðið Midtjylland væri með tvo íslenska markverði í sínum röðum því samkvæmt Ekstra Bladet hefur félagið gert tilboð í Hákon Rafn Valdimarsson markvörð hjá Elfsborg í Svíþjóð.

Landsliðsmarkvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson er orðinn aðalmarkvörður Midtjylland eftir að keppinautur hans Jonas Lössl var lánaður  til Brentford á Englandi.

Hákon Rafn, sem lék á miðvikudag sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætti Úganda, kom til Elfsborg síðasta sumar frá Gróttu og er varamarkvörður sænska liðsins. Hann lék fimm leiki með liðinu í seinni hluta sænsku úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert