Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 05. desember 2022 11:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martínez skorti kjark - Vildu losna við hann fyrir mót
Roberto Martinez.
Roberto Martinez.
Mynd: Getty Images
Roberto Martínez sagði af sér sem landsliðsþjálfari Belgíu eftir að liðið féll úr leik í riðlakeppninni á HM í Katar.

Svokölluð gullkynslóð Belgíu var ekkert meira en bara bronskynslóð eftir allt saman.

Andinn í belgíska hópnum á þessu móti var alls ekki góður og sást það innan vallar.

The Athletic birti ítarlega fréttaskýringu um vandamál belgíska liðsins núna á dögunum. Þar kom fram að ákveðinn hluti belgíska liðsins hefði viljað sjá Martínez taka pokann sinn fyrir mót.

Ein af ástæðunum fyrir því var ákvörðun hans að velja Eden Hazard í hópin fyrir EM. Þrátt fyrir Hazard hafi engan veginn náð sér á strik með Real Madrid og belgíska landsliðinu undanfarin ár - ekki síst vegna meiðsla - þá ákvað Martínez að velja hann. Ekki nóg með það, þá byrjaði Hazard fyrstu tvo leiki mótsins.

Ákveðnum leikmönnum fannst Martínez vanta kjark og þeim fannst það skrýtið að leikmenn eins og Leandro Trossard og Jeremy Doku hafi ekki fengið traustið frekar.

Martínez táraðist þegar hann tilkynnti það að hann væri hættur með belgíska liðið, en honum mistókst að vinna titil í þessu starfi og það hljóta að teljast vonbrigði miðað við hversu marga góða leikmenn Belgía hefur verið með undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner