Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mán 05. desember 2022 13:24
Elvar Geir Magnússon
Sky segir Ronaldo ekki búinn að semja við Al-Nassr þó besta tilboðið sé þaðan
Hvert fer Ronaldo?
Hvert fer Ronaldo?
Mynd: Getty Images
Sky Sports segir að fullyrðingar Marca um að Cristiano Ronaldo sé búinn að gera samkomulag við Al-Nassr í Sádi-Arabíu séu einfaldlega rangar.

Samkvæmt heimildum Sky er besta tilboðið sem hafi borist Ronaldo vissulega frá Al-Nassr en að portúgalska stórstjarnan hafi ekki samþykkt neitt.

Sky Sports telur að líklegasti áfangastaður Ronaldo, sem er samningslaus eftir að samningi hans við Manchester United var rift, sé Sádi-Arabíu.

Sjá einnig:
Mun þéna tæpar 4000 krónur fyrir hverja sekúndu sem líður

Sádi-Arabía vill gera Ronaldo að sérstökum sendiherra fótboltans í landinu en þessi 37 ára stórstjarna er með portúgalska landsliðinu á HM í Katar. Liðið mætir Sviss í 16-liða úrslitum annað kvöld.

Sigurliðið mætir Marokkó eða Spáni í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner