Fjórðungur í einangrun eða sóttkví

Horft yfir Grundarfjörð.
Horft yfir Grundarfjörð. Ljósm/Aðsend

Rétt tæpur fjórðungur íbúa Grundarfjarðar er í einangrun eða sóttkví; alls 212. Þá eru ótaldir þeir sem eru heima með börnum í sóttkví og hefur kórónuveiran því mikil áhrif á daglegt líf í bænum þessa dagana.

Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri fjallar um stöðuna í færslu á Facebook þar sem hún segir að sem betur fer hafi ekki orðið mikið um alvarleg veikindi.

„Við krossum fingur og vonum að allir komi hraustir úr þessari törn,“ skrifar Björg en alls fara rétt tæplega hundrað manns í skimun í bænum í dag.

Björg Ágústsdóttir.
Björg Ágústsdóttir. mbl.is//Alfons Finsson

Hún bendir á að staðan hafi auðvitað mikil áhrif á alla starfsemi í bænum, eins og annars staðar þar sem veiran stingur sér niður.

Á fjarfundi bæjarfulltrúa í gærkvöldi var ákveðið að huga stíft að húsnæðismálum og búa okkur undir að einhver kunni að lenda í vandræðum þegar skipta þarf upp heimilisfólki. Góð viðbrögð urðu við könnun um gistingu og m.a.s. bauð fólk fram eigin hús, sem hafði aðstöðu til þess,“ skrifar Björg.

Leik­skól­an­um, grunn­skól­an­um og fram­halds­skól­an­um hef­ur verið lokað auk þess sem íþrótta- og tóm­stund­astarf fell­ur niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert