fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Sýknað af ákæru um nauðgun – Landsréttur trúir ekki meintum brotaþola vegna viðbragða hennar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 23. október 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí fundinn sekur um að hafa nauðgað fyrrverandi sambýliskonu sinni. Var honum gert að sæta tveimur árum og sex mánuðum í fangelsi og greiða fyrrum sambýliskonu sinni 1,5 milljónir í miskabætur. Landsréttur hefur nú snúið við þessari niðurstöðu og sýknað manninn.

Málið tefst í kerfinu

Málið hefur þvælst um kerfið á bæði rannsóknar- og ákærusviði um töluvert langa hríð. Konan og maðurinn höfðu verið í sambúð um nokkurt skeið og bjóð með þeim sonur konunnar. Sambúðin var stormasöm og konan hefur sakað manninn um að hafa beitt sig líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi.

Konan kærði manninn fyrst í september 2015 fyrir líkamsárás. Maðurinn var sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi desember sama ár og fékk skilorðsbundinn dóm. Í september var honum gert að sæta nálgunarbanni í fjórar vikur en bannið var fellt úr gildi skömmu síðar að beiðni konunnar sem vildi gefa manninum annað tækifæri. Hún tók svo þá beiðni til baka og hann yfirgaf heimili hennar að nýju.

Í lok september gaf konan skýrslu hjá lögreglu og greindi þar frá því ofbeldi sem maðurinn hafði beitt hana auk þess sem hún greindi frá fjórum tilvikum þar sem maðurinn hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Nauðganirnar hefðu átt sér stað í maí, júní, ágúst og loks í september árið 2015.  Kærði hún þarna brot hans til lögreglu.

Lögregla hins vegar tók ákvörðun í maí 2016 og hætta rannsókn málsins. Konan kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem felldi ákvörðun lögreglu um að hætta rannsókninni úr gildi. Þurfti því lögregla að halda rannsókn áfram. Þegar lögregla sendi svo málið áfram til héraðssakskóknara  ákvað héraðssaksóknari að fella niður málið. Aftur kærði konan ákvörðunina til ríkissaksóknara sem gerði héraðssaksóknara að gefa út ákæru fyrir eina nauðgun af þeim fjórum sem konan hafði sakað manninn um.

Landsréttur tekur ekki mark á sönnunargögnum sem héraðsdómur byggði niðurstöðu sína á

Eins og áður segir þá var maðurinn sakfelldur fyrir brotið í héraði. Meðal sönnunargagna var framburður konunnar sem þótti mjög trúverðugur og auk þess bar sonur hennar vitni en hann var á staðnum þegar meint brot áttu sér stað. Eins báru vitni félagar konunnar sem hún hafði greint frá ofbeldinu eftir að það átti sér stað.

Landsréttur taldi hins vegar ekki rétt að byggja sakfellingu á þessum gögnum. Ekki væri vitað hvort félagar konunnar væru að vísa til þessarar tilteknu nauðgunar eða þeirra nauðgana sem ekki var kært fyrir. Auk þess þótti Landsrétti að framburður sonarins væri ekki trúverðugur þar sem hann gæti verið að muna eftir öðrum deilum milli konunnar og mannsins en ekki þessarar tilteknu nauðgunar. Eins sé ekki hægt að byggja sakfellingu á framburði félagsráðgjafa og sérfræðinga þar sem greint var frá vanlíðan konunnar – en slíkur frambuðrur og skýrslur grundvölluðust á endursögn konunnar en gætu ekki verið sönnunargagn um það sem átti sér stað eða átti sér ekki stað þegar meint brot átti að hafa gerst.

Annað sem Landsréttur horfði til var að þegar konan leitaði fyrst til lögreglu hafi hún aðeins greint frá líkamlegu ofbeldi en ekki kynferðislegu. Eins þegar farið var fram á nálgunarbann, það tekið af og svo sett á aftur – öll þessi skipti hafi konan ekki minnst á kynferðisofbeldi. Eins greindi konan frá því að hafa hent nærbuxum sem hún kvaðst hafa verið í þegar meint brot átti sér stað. Þó svo framburður hennar væri trúverðugur þótti Landsrétti þessi atriði draga úr sönnunargildi hans.

Því hafi ekki tekist gegn neitun mannsins að sanna yfir skynsamlegan vafa að hann hafi gerst sekur um að nauðga konunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði