Lögvarðir hagsmunir að fá persónuupplýsingum eytt

Hæstiréttur felldi úr gildi frávísun héraðsdóms í máli konu sem vildi fá persónuupplýsingum um sig eytt úr miðlægu upplýsingakerfi um vegabréfaáritanir á Schengen-svæðinu.

Konan hafði sótt um vegabréfsáritun til Íslands árið 2018 en þeirri umsókn hefði verið hafnað af Útlendingastofnun. Hún lagði fyrir dómstóla hérlendis að fá upplýsingum sem vörðuðu umsókn hennar eytt þar sem þær gætu leitt til þess að henni yrði synjað á ný um vegabréfsáritun.

Héraðsdómur Reykjavíkur taldi hana ekki eiga lögvarða hagsmuni um slík framtíðarplön og vísaði Landsréttur málinu síðar frá héraðsdómi. Hæstiréttur taldi hins vegar að konan ætti lögvarða hagsmuni á því að fá upplýsingunum eytt þar sem tiltekinn réttaráhrif séu enn bundinn við ákvörðunina sem tekin var árið 2018.

Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert