Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ausa sér yfir ríkisstjórnina vegna vaxtahækkana

Nokkr­ir þing­menn létu stór orð falla á Al­þingi í dag eft­ir stýri­vaxta­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Einn þing­mað­ur sagði að rík­is­stjórn­in væri „kjark­laus og verk­stola“ og ann­ar að hún styddi „að­för að al­menn­ingi“. Enn ann­ar sagði að nú þyrfti þing­ið að hefja sig yf­ir „hvers­dags­þras­ið“ og leita sam­eig­in­legra lausna til að rétta við bók­hald rík­is­ins.

Ausa sér yfir ríkisstjórnina vegna vaxtahækkana
Pressa á ríkisstjórninni Mikil pressa er á ríkisstjórnina að bregðast við með einhverjum hætti í ljósi þess efnahagsástands sem upp er komið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þingmenn vöktu máls á stýrivaxtahækkun Seðlabankans á Alþingi í dag en vextir voru hækkaðir um eitt prósentustig í morgun og eru því komnir í 7,5 prósent.

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins að vaxtahækkun dagsins hefði komið fáum á óvart enda „kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við völd hér á landi“. 

„Stýrivextir eru nú 114 til 188 prósent hærri hér en annars staðar á Norðurlöndum og Seðlabankinn hefur fá önnur ráð í glímunni við óðaverðbólguna en að hækka stýrivexti. Það er sterkt samband milli gengisþróunar, vaxtastigs og verðlags og rétt eins og Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor hefur bent á er þetta keðjuverkun. Hækki verðlag örar hér en erlendis lækkar gengið. Sé vaxtastig hér hærra en erlendis hækkar gengið. 

Jafnframt því að ýta undir gengishækkun virkar vaxtahækkun letjandi á eftirspurn og þar með verðlagshækkanir innan lands. Fyrirtækin þurfa svo að taka afstöðu til óorðinna hluta og gera sér einhverjar hugmyndir um þróun þessara stærða, þ.e. gengis krónunnar og vaxta, og taka svo ákvörðun um verð til almennings í kjölfarið því að fyrirtækin ætla sér ekki að bera hallann í þessu flöktandi umhverfi óðaverðbólgu og himinhárra stýrivaxta,“ sagði hún. 

Spyr hvort kominn sé tími á að ríkisstjórnin skili lyklunum

Helga Vala benti á, og vitnaði aftur til Þórólfs Matthíassonar, að fjárfestar væru ekki tilbúnir til að fjárfesta í eignum í íslenskum krónum nema gegn ávöxtun sem væri nægilega miklu hærri en ávöxtun á sambærilegum eignum erlendis til að bæta mögulegt tjón vegna óvæntrar verðbólguþróunar eða óvæntra árása spákaupmanna á íslensku krónuna.

Kjarklaus og verkstola ríkisstjórnHelga Vala segir að kjarklaus og verkstola ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé við völd hér á landi.

„Við ríkisstjórnarborðið rúmast svo engin ráð önnur en að fjölga ferðalögum ráðherra, fjölga starfsfólki í ráðuneytum og ræða svo helst eitthvað allt annað en það hvernig efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar hefur beðið skipbrot sem bitnar harkalega á öllum almenningi. 

Hér ríkir villta vestrið á húsnæðismarkaði í örhagkerfi með smágjaldmiðli og ríkisstjórn sem er kjarklaus og verkstola fer ekki í nauðsynlegar aðgerðir, svo sem tekjuöflun í formi hvalrekaskatts, svo dæmi séu tekin. Er ekki kominn tími á að ríkisstjórnin skili bara lyklunum að Stjórnarráðinu?“ spurði hún að lokum. 

25% heimila undir þessu „fjárhagslega ofbeldi“

Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins sagði undir sama lið að enn og aftur hefði „hryðjuverkanefndin skotið grófu fjárhagslegu ofbeldi á útvalin heimili með stýrivaxtahækkun“. 

„Ólíkt öðrum stríðum er þessum gegndarlausu stýrivaxtaofbeldissprengjum beint að ákveðnum hópi fólks sem trúði sömu aðilum, að Ísland væri orðið lágvaxtaland. Sennilega eru um 25 prósent heimila núna undir þessu fjárhagslega ofbeldi og annað eins á leiðinni í sömu skuldagryfju og stefnir í að fólk þurfi að ákveða hvort það eigi að selja íbúðirnar sínar, leigja þær eða tapa þeim í gjaldþrot. 1 prósent hækkun á stýrivöxtum núna veldur því að greiðslubyrði 40 milljóna króna láns hækkar um nær 35.000 krónur á mánuði og heildargreiðslur vegna þessa fjárhagslega ofbeldis eru orðnar yfir 200.000 krónur á mánuði og hátt í 3 milljónir á ári aukalega,“ sagði þingmaðurinn. 

Hugmyndafræði Seðlabankans í eðli sínu stórhættulegGuðmundur Ingi segir að blind trú á hugmyndafræði um „stjórnlaust fjárhagslegt ofbeldi“ gagnvart fólki sem ekkert hefur gert af sér sé algjör andstaða heilbrigðra efasemda og sé í eðli sínu stórhættuleg.

Hann sagði enn fremur að Seðlabankinn væri mjög valdamikil stofnun. „Hreintrú seðlabankastjóra og hans nefndar virðist takmarkalaus á að nota stýrivaxtasprengjuhækkanir á ungt fólk sem gerði ekkert annað en að kaupa sér íbúð. Líkja má strangtrúarstefnu seðlabankastjóra og félaga hans í stýrivaxtamálum við trúarkreddur klerkaveldisins og sú kredda magnast upp í bergmálshelli ríkisstjórnarinnar þar sem hún styður þessa aðför að almenningi. Þessi blinda trú á hugmyndafræði um stjórnlaust fjárhagslegt ofbeldi gagnvart fólki sem ekkert hefur gert af sér er algjör andstaða heilbrigðra efasemda og er í eðli sínu stórhættuleg. 

Tilgangurinn hlýtur að vera sá að sjá til þess að lágtekju- og meðaltekjuheimili muni kikna undan þessum stýrivaxtahryðjuverkum og þá á fólk hreinlega að gefast upp í hrönnum. Þeir sem stjórna þessari aðför að fólki sem er bara að kaupa sér íbúð fyrir sig og fjölskyldu sína eru pottþétt ekki að borga þessa vexti og eiga sennilega hús sín skuldlaus. Nei, það kemur stjórnvöldum greinilega ekkert við, þessi sívaxandi greiðslubyrði, og tilgangurinn helgar greinilega ógeðsmeðalið, þ.e. að ungt fólk geti ekki séð sér og sínum farborða og éti það sem úti frýs í þeirra boði,“ sagði hann í lok ræðu sinnar. 

Heimilin sitja uppi með reikninginn

Þingflokksformaður Viðreisnar, Hanna Katrín Friðriksson, tók einnig til máls í störfum þingsins en hún sagði að vaxtahækkun Seðlabankans í dag hefði verið eftir svartsýnustu spám og rammaði inn það ástand í ríkisfjármálum sem flokkur hennar hefði varað við um langa hríð. 

„Heimilin sitja uppi með reikninginn, meðal annars í formi dýrari matarkörfu og hærri afborgana af húsnæði og þunginn fer vaxandi – það finnum við öll. Við hér á Alþingi verðum að bregðast við. Við þurfum að stíga upp úr pólitískum skotgröfum til þess. Vaxandi vandamál líkt og þau sem við stöndum frammi fyrir nú krefjast jarðbundinna lausna sem hægt er að ráðast í strax og þar kemur að kjarna máls. 

Það hefur sjaldan verið mikilvægara en nú að ráðast í það verkefni að hemja stjórnlitla útþenslu ríkissjóðs til að bregðast við vaxtahækkununum. Viðreisn er sem fyrr reiðubúin að leggja sitt á vogarskálarnar til þess að koma með tillögur í þá veru og til þess að standa með góðum málum sem aðrir kunna að leggja á borðið. Stór lausn sem Viðreisn boðar er svo öllum kunn en hún verður því ver og miður ekki að veruleika á morgun,“ sagði hún. 

Reiðubúin að standa með góðum málumHanna Katrín segir að Viðreisn sé reiðubúin að leggja sitt á vogarskálarnar til þess að koma með tillögur til þess að standa með góðum málum sem aðrir kunna að leggja á borðið.

Hanna Katrín sagði jafnframt að gagnslausustu viðbrögðin við neyðarástandinu sem nú ríkir væru samt þeirra sem heitast trúa á krónuna. Þau spyrðu hvort ekki hlakkaði í Viðreisnarfólki nú þegar krónan brygðist þjóðinni enn á ný. „Svarið er nei. Það hlakkar ekki í okkur. Til þess er ástandið allt of alvarlegt. Það ríður á að við hefjum okkur yfir hversdagsþrasið og leitum sameiginlegra lausna á því að rétta við bókhald ríkisins, íslenskum heimilum til hagsbóta því þetta þarf sannarlega ekki að vera svona og svo þurfum við að ræða hinar raunverulegu lausn til lengri tíma en ríkisstjórnin getur ekki leyft sér að dvelja lengur í Hvergilandi,“ sagði hún. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu